Hugur í grindvískum kylfingum
Á meðal kylfinga í Grindavík er nokkur áhugi á að koma upp nýjum golfskála í framtíðinni. Á síðasta aðalfundi klúbbsis lagði lagði Jón Guðmundsson fram teikningar af nýjum skála sem yrði staðsettur þar sem íbúðarhús og tækjageymsla klúbbsins er í dag. Jón lét gera þessar teikningar á sinn eigin kostnað með framtíðarsýn á nýju vallarstæði í huga en rétt er að taka fram að hér er aðeins um hugmyndir að ræða. Engar ákvarðanir hafa verið teknar um þetta.
Bjarni Þór Hannesson var nýlega ráðinn vallarstjóri á Húsatóftavelli hjá Golfklúbbi Grindavíkur. Bjarni skrifaði undir samning til loka október á þessu ári með ákvæði um áframhald á starfi hjá klúbbnum ef vel gengur. Hann hefur m.a. starfað á Korpúlfstaðavelli og var um tíma vallarstjóri á Garðavelli á Akranesi.
Þá má geta þess að verið er að stækka Húsatóftarvöll í 18 holur.