Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

HS Orka styrkir strákana okkar
Föstudagur 17. janúar 2014 kl. 10:34

HS Orka styrkir strákana okkar

HS Orka hefur ákveðið að styrkja landsliðið í handbolta um 500.000kr. vegna þátttöku þeirra á Evrópumeistaramótinu og mun tvöfalda þá upphæð ef strákarnir spila til verðlauna.

HS Orka vill með þessu hjálpa til við að virkja orkuna í HSÍ og gera þeim auðveldara um vik að halda úti því kröftuga starfi sem er í kringum landsliðið. Þetta kemur fram í tilkynningu sem HS Orka sendi frá sér. Þar segir einnig að með styrkveitingunni fylgi hvatning til annarra fyrirtækja að styrkja strákana og handboltalandsliðið til áframhaldandi góðra verka.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024