HS Orka styrkir strákana okkar
HS Orka hefur ákveðið að styrkja landsliðið í handbolta um 500.000kr. vegna þátttöku þeirra á Evrópumeistaramótinu og mun tvöfalda þá upphæð ef strákarnir spila til verðlauna.
HS Orka vill með þessu hjálpa til við að virkja orkuna í HSÍ og gera þeim auðveldara um vik að halda úti því kröftuga starfi sem er í kringum landsliðið. Þetta kemur fram í tilkynningu sem HS Orka sendi frá sér. Þar segir einnig að með styrkveitingunni fylgi hvatning til annarra fyrirtækja að styrkja strákana og handboltalandsliðið til áframhaldandi góðra verka.