Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Hrund fór á kostum í grannaslagnum
Hrund er uppalin í Grindavík en lék með Njarðvík í fyrra. Hún lék fyrrum félagana heldur betur grátt í grannaslagnum.
Sunnudagur 7. október 2018 kl. 12:54

Hrund fór á kostum í grannaslagnum

Grindvíkingar lögðu Njarðvík á heimavelli

Í 1. deild kvenna í körfuboltanum höfðu Grindvíkingar sigur gegn grönnum sínum úr Njarðvík í fyrstu umferð vetrarins. Sigurinn var nokkuð þægilegur, lokatölur 79-66 í Röstinni í Grindavík en mest náðu Grindvíkingar 19 stiga forskoti. Hrund Skúladóttir fór á kostum hjá Grindvíkingum, skoraði 30 stig með 50% skotnýtingu, auk þess tók hún 14 fráköst og stal sex boltum.

Hin 18 ára gamla Hrund lék einmitt með Njarðvík í fyrra en er nú aftur komin með hvelli á heimaslóðir í Grindavík.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hjá Njarðvík voru þær Jóhanna Lilja Pálsdóttir og Vilborg Jónsdóttir atkvæðamestar.

Tölfræði leiksins