Hristu Hauka af sér
Njarðvíkingar sterkir á lokasprettinum
Það var ekki fyrr en í síðasta leikhluta sem Njarðvíkingar hristu Hauka af sér og lönduðu 99-89 sigri á heimavelli sínum, þegar liðin áttust við í Domino’s deild karla í kvöld. Jeb Ivey fann fjölina sína eftir slakan leik á Króknum á dögunum en kappinn skoraði 32 stig og hitti frábærlega. Leikurinn var jafn og spennandi en Njarðvíkingar sýndu styrk sinn á lokasprettinum eins og oft áður á tímabilinu. Njarðvíkingar eru í 2.-4. sæti ásamt Keflavík og Stjörnunni. Næsti leikur þeirra grænu er gegn Breiðablik á heimavelli.
Njarðvík: Jeb Ivey 32/5 stoðsendingar, Maciek Stanislav Baginski 20/7 stoðsendingar, Mario Matasovic 15/14 fráköst, Kristinn Pálsson 13/12 fráköst, Jon Arnor Sverrisson 6/4 fráköst, Logi Gunnarsson 4, Julian Rajic 4/5 fráköst, Adam Eiður Ásgeirsson 3, Ólafur Helgi Jónsson 2/4 fráköst, Garðar Gíslason 0, Snjólfur Marel Stefánsson 0, Veigar Páll Alexandersson 0.