Hressir Suðurnesjapeyjar í Eyjum
Orkumótið 2015 fór fram í Vestmannaeyjum í síðustu viku en þetta er stærsta mót ársins fyrir 6. flokk drengja í knattspyrnu og sendu Suðurnesjalið að sjálfsögðu fulltrúa sína þangað.
Þrátt fyrir að vindar hafi blásið hressilega á meðan keppni stóð létu keppendur það ekki á sig fá og stóðu sig með prýði allir sem einn. Bestum árangri náði A- lið Keflavíkur sem lenti í öðru sæti í keppni um Elliðaeyjarbikarinn. Þá vann UMFG-2 Ystaklettsbikarinn fyrir sigur í sinni deild.
	
	
	
	
	
	


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				