Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Hressir af flensunni og rúlluðu yfir FH
Laugardagur 22. ágúst 2009 kl. 19:42

Hressir af flensunni og rúlluðu yfir FH

Niðurlæging FH-inga hófst strax á 5. Mínútu þegar Scott Ramsay skoraði eftir stungusendingu frá Gilles Ondo. Ondo átti síðan annað mark Grindavíkur og þá eftir sendingu frá Scott Ramsay og staðan í hálfleik var 0:2 fyrir Grindavík.

FH-ingar voru jafn ráðvilltir í síðari hálfleik og þeim fyrri og enginn vilji til að sigra og því sem næst tryggja Íslandsmeistaratitilinn. Grindvíkingar veittu því FH-ingum náðarhöggið á 82. Mínútu með marki Jóhanns Helgasonar sem hafði fengið botlann úr frákasti eftir aukaspyrnu frá Scott Ramsay.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024
Grindvíkingar stigu all rækilega upp úr svínaflensunni í dag með því að niðurlægja FH-inga í Kaplakrikanum. Lokastaðan 0:3 í leik þar sem FH-ingar voru ekki með á nótunum á stórum köflum.

Mynd: Úr viðureign Grindavíkur og FH fyrr í sumar.