Bilakjarninn
Bilakjarninn

Íþróttir

Hressileg fyrsta æfing hjá Willum og Þór
Fimmtudagur 29. október 2009 kl. 08:35

Hressileg fyrsta æfing hjá Willum og Þór

Fyrsta æfing hjá m.fl.karla fór fram í Reykjaneshöllinni í gærkvöldi. Willum Þór þjálfari og Þór Hinriks aðstoðarþjálfari voru mættir á sína fyrstu æfingu með strákunum. Hressileg æfing og strákarnir tóku vel á því.


Æfingin átti að vera stutt og gaman, en varð af hressilegri æfingu þar sem menn tóku virkilega á því. Í enda æfingar var spilað á tvö mörk og tempóið flott hjá strákunum. Ekki var hægt að hætta þá, enda allt í fullu fjöri og æfingin varð aðeins lengur en til stóð. Góð æfing og menn sáttir.

Bílakjarninn
Bílakjarninn


Eftir æfingu var fundur með leikmönnum þar sem var farið yfir ýmis góð mál og að lokum fundur með liðstjórn liðsins, segir í frétt frá Keflavík.


Ljósmynd: Jón Örvar Arason