Hreint ótrúlegur leikur í Kópavogi
Átta marka „thriller“
Keflvíkingar misstu niður unninn leik í Kópavogi gegn Breiðablik þegar liðin áttust við í mögnuðum markaleik í Pepsi-deild karla í knattspyrnu. Lokatölur urðu 4-4 eftir að Keflvíkingar höfðu 2-4 forystu, en mörk á 87. mínútu og 96. mínútu tryggðu Blikum stig í leiknum. Þrisvar náðu Keflvíkingar forystu í leiknum en Blikar náðu alltaf að koma tilbaka.
Það var miðvörðurinn ungi Aron Heiðdal sem kom Keflvíkingum yfir í leiknum strax á 5. mínútu. Blikar náðu að jafna áður en Elías Már Ómarsson kom gestunum frá Bítlabænum aftur yfir í lok fyrri hálfleiks. Heimamenn jöfnuðu strax í upphafi seinni hálfleiks en Hörður Sveinsson kom Keflvíkingum yfir skömmu síðar. Staðan 2-3 eftir 50 mínútur. Þegar rúmar 20 mínútur voru til leiksloka virtist sem svo að Frans Elvarsson hefði tryggt Keflvíkingum 2-4 sigur með góðu marki. Svo varð ekki eins og áður segir og Blikar náðu í blálokin að tryggja sér stig eftir æsilegar lokamínútur.