Hreggviður framlengir við Njarðvík
Hreggviður Hermannson hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild Njarðvíkur til ársins 2025.
Hreggviður er fæddur árið 2000 og leikur stöðu vinstri bakvarðar. Hann er sterkur og hraður leikmaður sem er öflugur í vörninni og ófeiminn við að sækja upp kantinn og skapa usla í sókn andstæðinganna.
Hreggi, eins og hann er gjarnan kallaður, kom fyrst til Njarðvíkur fyrir tímabilið 2021 og hefur því leikið með Njarðvíkurliðinu síðastliðin þrjú ár og hefur leikið í heildina 71 meistaraflokksleik fyrir Njarðvík á vegum KSÍ og skorað í þeim eitt mark.
Frá þessu er greint á Facebook-síðu knattspyrnudeildar Njarðvíkur.