Hraustmenni frá Suðurnesjum
Þrekmótaröðinni 2016 lokið
Suðurnesjamenn voru sigursælir í þriðju og síðastu keppni Þrekmótaraðarinnar 2016 sem lauk á laugardaginn með keppni sem haldið var í Digranesi í Kópavogi. Suðurnesjamenn áttu marga góða keppendur í öllum flokkum sem stóðu sig með stakri prýði.
Í fyrsta sæti í einstaklingskeppni kvenna 39 ára og yngri varð Keflvíkingurinn Jóhanna Júlía Júlíusdóttir og hlaut þar með titilinn „Hraustasta kona ársins 2016.“Annar Keflvíkingur, Kristjana Hildur Gunnarsdóttir varð í 1. sæti í flokki 39+ og Árdís Lára Gísladóttir varð þar í 3.sæti. Í 2. sæti í einstaklingsflokki karla 39+ varð Njarðvíkingurinn Högni Róbert Þórðarson, en hann hlaut titilinn „Hraustasti karlinn2016 39+“
Í parakeppni í flokki 39 ára og yngri urðu Suðurnesjafólkið Kristjana Hildur Gunnarsdóttir og Aron Ómarsson í fyrsta sæti og hlutu titilinn „Hraustasta par ársins 2016,“ í öðru sæti urðu þau Jóhanna Júlía og Arnþór Ingi.
Í liðakeppni kvenna 39 ára og yngri varð liðið Furious 5 frá Sporthúsinu í 2. sæti enn liðið 5 fræknar frá Lífsstíl gerði sér lítið fyrir og sigraði sinn flokk, ásamt því að fá útnefninguna „Hraustasta 39+ liðið 2016.“ Suðurnesjamenn hafa jafnan staðið sig í þessum keppnum sem reyna vel á þol, þrek og styrk keppenda. Vikar Sigurjónsson frá líkamsræktarstöðinni Lífsstíll í Keflavík hefur verið einn af þeim aðilium sem standa á bak við þessa skemmtilegu Þrekmótarröð, ásamt fleiri góðum aðilium af Reykjavíkursvæðinu. Sýnt var beint frá keppninni á Sporttv.is enn þar má sjá keppnina í heild sinni.