Hraustasta fólkið kemur frá Suðurnesjum
Fjórða og síðasta mót EAS þrekmótaraðarinnar lauk um helgina í Vestmannaeyjum með keppni sem kallast 5X5. Lífsstílsfólk var þar á meðal þáttakanda og gekk þeim mjög vel eins og svo oft áður. Kristjana Gunnarsdóttir (Kiddý) sigraði flokk 39+ í einstaklingskeppni kvenna og hún og Vikar Karl urðu líka í 1. sæti í 39+ parakeppni og í 3.sæti í opnum flokki.
Liðið Dirty nine sem skipað var af Þurý, Ástu Kötu, Árdísi, Elsu og Kiddý sigraði svo hópakeppni 39+.
Haldin var uppskeruhátið að keppni lokinni þar sem útnefndir voru hraustustu einstaklingar ársins 2011.
Niðurstaðan varð sú að Kristjana Gunnarsdóttir hlaut titilinn „Hraustasta kona landsins 39+ árið 2011“, Kristjana og Vikar Sigurjóns hlutu titlana „ Hraustasta par landsins 2011“ bæði í flokki 39+ og opnum flokki. Liðið Dirty nine hlaut titilinn „ Hraustasta 39+ lið landsins árið 2011“ Þetta má teljast frábær árangur hjá Suðurnesjamönnum, þar sem þessi þrekmót hafa verið þétt setin af flottu íþróttafólki af öllu landinu.