Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Hraustasta fólkið kemur frá Suðurnesjum
Mánudagur 17. október 2011 kl. 12:03

Hraustasta fólkið kemur frá Suðurnesjum


Fjórða og síðasta mót EAS þrekmótaraðarinnar lauk um helgina í Vestmannaeyjum með keppni sem kallast 5X5. Lífsstílsfólk var þar á meðal þáttakanda og gekk þeim mjög vel eins og svo oft áður. Kristjana Gunnarsdóttir (Kiddý) sigraði flokk 39+ í einstaklingskeppni kvenna og hún og Vikar Karl urðu líka í 1. sæti í 39+ parakeppni og í 3.sæti í opnum flokki.

Liðið Dirty nine sem skipað var af Þurý, Ástu Kötu, Árdísi, Elsu og Kiddý sigraði svo hópakeppni 39+.
Haldin var uppskeruhátið að keppni lokinni þar sem útnefndir voru hraustustu einstaklingar ársins 2011.

Niðurstaðan varð sú að Kristjana Gunnarsdóttir hlaut titilinn „Hraustasta kona landsins 39+ árið 2011“, Kristjana og Vikar Sigurjóns hlutu titlana „ Hraustasta par landsins 2011“ bæði í flokki 39+ og opnum flokki. Liðið Dirty nine hlaut titilinn „ Hraustasta 39+ lið landsins árið 2011“ Þetta má teljast frábær árangur hjá Suðurnesjamönnum, þar sem þessi þrekmót hafa verið þétt setin af flottu íþróttafólki af öllu landinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024