Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Hraustasta fólk landsins kemur frá Reykjanesbæ
Fimm fræknar hafa verið sigursælar í gegnum árin.
Þriðjudagur 19. nóvember 2013 kl. 09:58

Hraustasta fólk landsins kemur frá Reykjanesbæ

Fjórðu og síðustu keppni í Þrekmótaröðinni 2013 lauk um helgina með keppni í Lífsstílsmeistaranum.   Líkamsræktarstöðin Lífsstíll í Keflavík stóð fyrir keppninni í samstarfi við Þrekmótaröðina. Árangur Suðurnesjamanna var hreint frábær á mótinu. Liðið 5 fræknar frá Lífsstíl sigraði bæði í opnum flokki og flokki 39+. Þessi árangur þykir mjög góður, þar sem að margar af fremstu Crossfitkonum landsins var að finna í öðrum liðum. Í parakeppninni voru Sara og Andri frá Crossfit Suðurnes í 2. sæti og rétt sekúndu seinni og í 3. sæti ,voru þau Vikar og Kiddý frá Lífsstíl, en þau urðu einnig í 1. sæti í flokki 39+.

Í einstaklingskeppni karla varð Vikar Sigurjónsson í 2. sæti í flokki 39+ og í einstaklingskeppni kvenna vann Kristjana H. Gunnarsdóttir bæði í opnum flokki og flokki 39+, 2 sekúndum á eftir Kristjönu kom Sara Sigmundsdóttir í mark og hafnaði því í 2. sæti. Því má segja að það hafi verið Suðurnesjakraftar á verðlaunapallinum í TM-höllinni á laugardag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Suðurnejsakonur stóðu sig aldeilis frábærlega en Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir hlaut titilinn „hraustasta kona landsins,“ í opnum flokki kvenna.  Kristjana Hildur Gunnarsdóttir hlaut titilinn „hraustasta kona landsins,“ í flokki 39+ ásamt því að verða í 3. sæti í opnum flokki. Liðið 5 fræknar frá Lífsstíl sem samanstendur af Kristjönu H. Gunnarsdóttur, Þuríði Þorkelsdóttur, Ástu Katrínu Helgadóttur, Árdísi Láru og Elsu Pálsdóttur, hlaut titilinn „hraustasta kvennalið landsins“ í flokki 39+. „Hraustasta par landsins“ urðu þau Daníel Þórðarson og Sigurlaug Guðmundsdóttir úr Reykjanesbæ.

Kiddý og Vikar.

Kristjana Hildur Gunnarsdóttir hlaut titilinn „hraustasta kona landsins,“ í flokki 39+ ásamt því að verða í 3. sæti í opnum flokki.