Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Hrannar þjálfari ársins í Danmörku
Föstudagur 19. apríl 2013 kl. 07:21

Hrannar þjálfari ársins í Danmörku

Körfuknattleiksþjálfarinn Hrannar Hólm sem starfað hefur í Danmörku undanfarin ár, bætti enn einni rós í hnappagat sitt þegar hann var valinn þjálfari ársins í þriðja sinn í röð hjá vefsíðunni Eurobasket.com. Hrannar þjálfar kvennalið SISU sem hefur undir hans stjórn unnið tvöfalt undanfarin þrjú tímabil. Lið Hrannars taplaust í gegnum tímabilið 2013. Samtals 33 sigurleikir að baki. Er það í fyrsta sinn í kvennadeild Danmerkur að lið fer taplaust í gegnum deildarkeppni.

Hrannar hefur nú verið ráðinn íþróttastjóri hjá danska körfuboltasambandinu og með ráðningu Hrannars mun starfið breytast og stór hluti þess snúast um að finna og efla efnilegustu körfuboltamenn og konur Danmerkur. Hrannar mun því hverfa frá þjálfun.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024