Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Hrannar þjálfari ársins að mati Eurobasket
Laugardagur 7. maí 2011 kl. 11:25

Hrannar þjálfari ársins að mati Eurobasket

Körfuknattleiksþjálfarinn Hrannar Hólm hefur heldur betur náð góðum árangri með lið sitt SISU í efstu deild kvenna í Danmörku en undir hans stjórn hefur liðið hampað danska titlinum undanfarin tvö ár. Enn ein rósin bættist í hnappagat Hrannars á dögunum er hann var valinn þjálfari ársins hjá vefsíðunni Eurobasket.com.

Hrannar hlaut ekki nafnbótina þjálfari ársins hjá danska körfuknattleikssambandinu þrátt fyrir frábæran árangur en vefsíðan sem er sú stærsta í heimi um körfubolta sá ástæðu til að tilnefna Hrannar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024