Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Hrannar Hólm danskur meistari
Föstudagur 15. apríl 2011 kl. 09:50

Hrannar Hólm danskur meistari

Hrannar Hólm varð í kvöld danskur meistari með lið sitt SISU. Liðið sigraði Hørsholm 57-53 í þriðja leik liðanna og fór því SISU í gegnum tímabilið með því að sigra alla leiki nema einn í deild og bikar. Karfan.is greinir frá.

Lauren Aitch var atkvæðamest hjá SISU í kvöld með 23 stig og 16 fráköst en þess má geta að Kiki Lund sem lék um tíma með Haukum leikur með liðinu.

Í örstuttu spjalli við karfan.is sagði Hrannar að þetta væri frábær endir á frábæru tímabili. Hrannar sat lengi sem formaður Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur eða
frá árunum 2000-2004 og 2006-2007.

Liðið sópaði Værløse í átta liða úrslitum og Horsens BC í undanúrslitum.

Árangurinn hjá Hrannari er vægast sagt frábær, eitt tap á tímabilinu hjá liði sem hann tók við um mitt tímabil í fyrra og félagið í fjárhagsvandræðum.

Titillinn var sá sautjándi í sögu SISU og sá fyrsti síðan 1998.

www.karfan.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024