Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Hrannar ekki tapað í 404 daga
Föstudagur 16. mars 2012 kl. 09:47

Hrannar ekki tapað í 404 daga



Nú eru 404 dagar eru liðnir frá því að Keflvíski þjálfarinn Hrannar Hólm og lærimeyjar hans í danska körfuknattleiksliðinu SISU töpuðu síðast leik heima fyrir. Liðið tapaði síðast fyrir Lemvig 5. febrúar á síðasta ári en síðan þá hefur SISU unnið 37 leiki í röð en fjallað er um sigurgöngu liðsins í Morgunblaðinu í gær.

Hrannar tók við þjálfun SISU-liðsins árið 2010 og eins og hann segir sjálfur var það fyrir algera tilviljun. Dóttir Hrannars spilaði þá með liðinu og það vantaði þjálfara og var leitað til hans. Hrannar sagðist ekki hafa getið hlaupist undan merkjum. Liðinu hafði ekki gengið sem best. Það var í 8. sæti af 9 liðum þegar hann tók við en hlutirnir fóru heldur betur að ganga vel með hann við stjórnvölinn. Á þessu fyrsta tímabili endaði liðið í 2. sæti í deildarkeppni, komst í undanúrslit um meistaratitilinn og Hrannar var útnefndur þjálfari ársins.

„Það má segja að þetta hafi gengið eins og í lygasögu. Nú er komnir 37 sigurleikir í röð. Við unnum allt í fyrra nema einn leik. Það sat í okkur og við settum okkur það markmið fyrir tímabilið að vinna alla leikina og við erum á góðri leið með það,“ sagði Hrannar Hólm í samtali við Morgunblaðið í gær.

Hrannar hefur komið víða við á þjálfaraferlinum en hann hefur m.a. þjálfað Keflavík, Njarðvík, KR og Þór. Hann var að mestu hættur afskiptum af körfubolta áður en hann tók við þjálfun SISU.

Með eitt besta lið á Norðurlöndum

Hrannar segir að Danmörk sé ekki beint stórveldi í körfuboltanum en samamborið við deildina á Íslandi þá telur hann að lið sitt sé töluvert betra en bestu liðin hér heima. „Ég myndi halda að okkar lið væri eitt það besta á Norðurlöndum. Ég tel að ég móðgi engan þegar ég segi að mitt lið sé töluvert betra en bestu liðin heima.“ Hrannar rekur fyrirtæki í Danmörku en árangur hans með lið SISU hefur vakið verðskuldaða athygli og ekki útlokað að önnur lið sækist eftir starfskröftum Hrannars fyrir næsta tímabil.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024