Hrakfarir Grindvíkinga halda áfram

Harkfarir Grindvíkinga halda áfram eftir tap gegn nýliðum Fjölnis, 0-1, í þriðju umferð Landsbankadeildar karla sem fram fór í Grindavík. Hlutskipti liðanna er því eins og svart hvítt eftir fyrstu þrjár umferðirnar en Grindavík hefur tapað öllum þremur leikjum sínum í deildinni og sitja einir á botninum með ekkert stig. Fjölnismenn hafa hins vegar farið gríðarlega vel af stað í sumar og hafa sigrað í öllum sínum leikjum og sitja á toppnum, eitthvað sem enginn hefði líklega búist við fyrir mót.
Grindvíkingar gerðu tvær breytingar á liði sínu sem tapaði 3-0 fyrir Val síðasta miðvikudag. Zankarlo Simunic stóð í markinu í stað Magnúsar Þormars sem hefur staðið í marki Grindvíkinga í fyrstu tveimur leikjum liðsins. Michael Jónsson var einnig í byrjunarliðinu og tók stöðu Sveins Steingrímssonar í hægri bakverðinum.
Leikurinn fór frekar hægt af stað en strax á þriðju mínútu átti framherjinn Thomasz Stopla gott skot sem Þórður Ingason í marki Fjölnis þurfti að hafa sig allan við að verja. Orri Freyr Hjaltalín fékk svo gott færi fyrir þá gulklæddu en skalli hans úr miðjum teginum endaði í höndunum á Þórði í markinu. Grindvíkingar héldu áfram að sækja að Fjölnismönnum og á 30. mínútu átti Scott Ramsey ágætt skot úr aukaspyrnu sem Þórður í markinu varði vel. Á 34. mínútu dró hins vegar til tíðinda. Fjölnir fékk hornspyrnu undan vindinum sem að Ólafur Páll Snorrason framkvæmdi og á ótrúlegan hátt endaði boltinn í markinu og Fjölnir voru komnir yfir með marki beint úr aukaspyrnu, úr sinni fyrstu marktilraun. Sannkölluð vatnsgusa framan í Grindvíkinga og þvert á gang leiksins. Ekkert markvert gerðist fram að hálfleik og var því staðan 0-1, Fjölnismönnum í vil.

Stuttu seinna komst Pétur Georg einn í gegnum vörnina en Simunic í marki Grindvíkinga sá við honum. Pétur Markan var aftur í sviðljósinu á 82. mínútu þegar hann fékk að líta tvo gul spjöld með stuttu millibili og rauða spjaldið því raunin. Grindvíkingar reyndu eins og þeir gátu á lokamínútunum að jafna leikinn og fyrst skallaði Stolpa boltanum í slánna og á 90. mínútu átti Andri Steinn Birgisson lúmst skot sem fór af stönginni og aftur fyrir endamörk.
Þriðji sigur Fjölnis í jafnmörgum leikjum var því staðreynd þrátt fyrir að Grindvíkingar væru mun sterkari aðilinn í leiknum. Fjölnismenn vörðust hins vegar vel og spiluðu af skynsemi og með heppninni sér í lið þá tóku þeir öll þrjú stiginn. Grindvíkingar geta hins vegar nagað sig í handabaukinn fyrir að nýta ekki færin betur og verða að sætta sig við þá staðreynd að verma botnsætið í deildinni með ekkert stig eftir þrjá umferðir.
Þriðju umferð lýkur með tveimur leikjum á morgun en þá mætast ÍA og Fram á Akranesi og í Vesturbænum tekur KR á móti Breiðablik. Grindvíkingar mæta Breiðablik í næsta leik en sá leikur fer fram á Kópavogsvelli sunnudaginn 25. maí.
VF-myndir/Þorgils - Eysteinn sækir að markaskoraranum Ólafi Páli Snorrasyni - Atgangur í teig Fjölnis eftir hornspyrnu