Hræringar hjá Grindvíkingum
Grindvíkingar hafa náð samkomulagi við Jósef Kristinn Jósefsson um að leika með Grindvíkingum í sumar en erfiðlega gengur að fá hann lausan frá félaginu PSFC Chernomorets Burgas í Búlgaríu.
,,Þetta er erfitt og flókið mál og ég er ekki bjartsýnn á að það leysist í félagaskiptaglugganum,“ Sagði Þorsteinn Gunnarsson formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur í samtali við Fótbolta.net í gær. Jósef hefur æft með Grindvíkingum undanfarið og bíður þess nú að mál sín leysist.
Annars er það að frétta af Grindvíkingum að markvörðurinn ungi, Jack Giddens hefur yfirgefið liðið eftir að hafa gegngið til liðs við Grindvíkinga í vor. Hann lék með þeim þrjá leiki í deildinni og einn í bikarnum.
Tékkneski framherjinn Michal Pospisil sem ekki hefur þótt standa undir væntingum er líka sennilega á förum frá félaginu en hann hefur ekki enn skorað í Pepsi-deildinni í sumar.