Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Hörkuslagur í botnbaráttunni
Föstudagur 27. nóvember 2009 kl. 08:48

Hörkuslagur í botnbaráttunni


Njarðvík tekur á móti Snæfelli í kvöld í Iceland Express deild kvenna í köruknattleik. Eftir síðustu umferð er Njarðvík á botni deildarinnar ásamt Val. Þær töpuðu gegn KR í síðustu umferð á meðan Snæfell burstaði lið Valsmanna. Snæfell er í þriðja neðsta sæti, tveimur stigum á undan Njarðvík og Val þannig að sigur í kvöld er mjög mikilvægur fyrir Njarðvík.

Á morgun verður svo hörku nágrannarimma í deildinni þegar lið Keflavíkur og Grindavíkur mætast. Grindavík er í 3ja sæti deildarinnar með 10 stig, tveimur stigum meira en Keflavík sem er í 8. sæti. Bæði liðin hafa verið á góðu róli undandarið og má búast við magnþrunginni spennu í leiknum á morgun.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024