Hörkuleikur á Njarðtaksvellinum í kvöld
Ægismenn mæta í heimsókn í 2. deildinni
Njarðvíkingar náðu í sitt fyrsta stig í 2. deild karla síðan 29. maí þegar liðið náði gerði jafntefli gegn Sindra á Hornafirði s.l. sunnudag, 3-3.
Þar með settu Njarðvíkingar plástur á sárið sem myndast hefur síðasta rúma mánuðinn en Njarðvík tapaði fimm leikjum í röð í deildinni með markatölunni 0-13. Í kvöld mæta Njarðvíkingar liði Ægis á Njarðtaksvellinum í Njarðvík í 11. umferð deildarinnar og hefst leikurinn kl. 19:15.
Ægir getur náð Njarðvík að stigum með sigri og farið uppfyrir þá grænklæddu á markatölu en Njarðvíkingar geta blandað sér aftur í efri helming deildarinnar með þremur stigum.