Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Hörkukeppni í boccia og borðtennis
Ívar Gunnrúnarson, Íþróttafélaginu Nes, sýnir snilldartakta í keppni í boccia. VF-myndir: JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
miðvikudaginn 19. október 2022 kl. 16:21

Hörkukeppni í boccia og borðtennis

Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra haldið í Reykjanesbæ

Um helgina fór fram Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í einliðaleik í boccia og borðtennis. Keppni í boccia fór fram í Blue-höllinni á laugardag og sunnudag en keppt var í borðtennis í húsnæði Borðtennisfélags Reykjanesbæjar á laugardeginum.

Fjöldi keppenda var skráður til leiks og var keppni hörð, heiðarleg og leikgleðin höfð í fyrirrúmi eins og sést á meðfylgjandi myndum sem Jóhann Páll Kristbjörnsson, ljósmyndari Víkurfrétta, tók við þetta tækifæri og má sjá í myndasafni neðst á síðunni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Verðlaunahafar í 1. deild. Jósef W. Daníelsson varð Íslandsmeistari í 1. deild eftir sigur á Vilhjálmi Jónssyni í úrslitum en báðir koma þeir frá Íþróttafélaginu NES. Kolbeinn Skagfjörð frá Akri hafnaði svo í 3. sæti í 1. deild. Mynd: JBÓ/hvatisport.is

Úrslit á Íslandsmóti ÍF í boccia

1. deild

1. sæti: Jósef W Daníelsson, Nes
2. sæti: Vilhjálmur Þór Jónsson, Nes
3. sæti: Kolbeinn Skagfjörð, Akri

2. deild

1. sæti: Helga Helgadóttir, Eik
2. sæti: Stefán Róbertsson, Ægi
3. sæti: Jóhanna N. Karlsdóttir,Þjóti

3. deild

1. sæti: Aron Fannar, Völsungi
2. sæti: Þórarinn Ágúst Jónsson, Ægi
3. sæti: Júlíana Silfá Haraldsdóttir, Ægi

4. deild

1. sæti: Ragnar Björnsson, Firði
2. sæti: Sandra Rós Margeirsdóttir, Nes
3. sæti: Benedikt Ingvarsson, Ösp

5. deild

1. sæti: Ólafur Andri Hrafnsson, Akri
2. sæti: Konráð Ólafur Eysteinsson, Nes
3. sæti: Björn Harðarson, ÍFR

6. deild

1. sæti: Grétar Ingi Helgason, Ægir
2. sæti: Guðrún Ósk Jónsdóttir, Ösp
3. sæti: Ólafur Hauksson, Gný

Rennuflokkur

1. sæti: Árni Sævar Gylfason, Ösp
2. sæti: Kristján Vignir Hjálmarsson, Ösp
3. sæti: Þórey Rut Jóhannesdóttir, Ösp

BC 1 til 5

1. sæti: Ingi Björn Þorsteinsson, ÍFR
2. sæti: Aneta Kaczmarek, ÍFR
3. sæti: Hjörleifur Smári Ólafsson, ÍFR

Úrslit á Íslandsmóti ÍF í borðtennis

Tvíliðaleikur

1. sæti: Björgvin Ingi Ólafsson/Hilmar Björn Zoega, HK/ÍFR
2. sæti: Hákon Atli Bjarkarson/Hafsteinn Hinriksson, ÍFR/ÍFR
3.–4. sæti: Björn Harðarson/Guðlaugur B. Sigurgeirsson, ÍFR/ÍFR
3.–4. sæti: Kolbeinn Skagfjörð/Vova Chernyavsky, Akur

Þroskahamlaðar konur flokkur 11

1. sæti: Soffía Rúna Jensdóttir, ÍFR
2. sæti: Inga Hanna Jóhannsdóttir, ÍFR
3. sæti: Hildigunnur Jónína Sigurðardóttir, ÍFR

Þroskahamlaðir karlar flokkur 11

1. sæti: Magnús Guðjónsson, HK
2. sæti: Guðlaugur B. Sigurgeirsson, ÍFR
3. sæti: Sigurður Andri Sigurðsson, ÍFR

Standandi karlar flokkur 6–10

1. sæti: Björgvin Ingi Ólafsson, HK
2. sæti: Hilmar Björn Zoega, ÍFR
3. sæti: Björn Harðarson, ÍFR

Sitjandi karlar flokkur 1–5

1. sæti: Hákon Atli Bjarkarson, ÍFR
2. sæti: Kolbeinn Skagfjörð, Akur
3. sæti: Vova Chernyavsky

Opinn flokkur

1. sæti: Björgvin Ingi Ólafsson, HK
2. sæti: Hákon Atli Bjarkarson, ÍFR
3.–4. sæti: Hilmar Björn Zoega, ÍFR
3.–4. sæti: Vova Chernyavsky

Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í Reykjanesbæ | 15.–16. október 2022