Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Hörku leikur nágrannaliðanna í kvöld
Miðvikudagur 24. febrúar 2010 kl. 08:44

Hörku leikur nágrannaliðanna í kvöld


Nágrannarimma verður í kvöld þegar Keflavík og Grindavík mætast í IE-deild kvenna í körfuknattleik. Eflaust verður um hörkuleik að ræða og allt lagt í sölurnar. 
Leikurinn fer fram í Grindavík og hefst kl. 19:15. Þetta er næstsíðasti leikurinn í deildinni en það lið sem hafnar í öðru sæti fær að sitja hjá í 8-liða úrslitnunum og kemst beint í 4ra liða úrslit.
Eins og staðan er í dag eru þessi tvö lið jöfn að stigum en Grindavík hefur betra hlutfall í stigaskorinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024