Hörður verður með Keflvíkingum í kvöld
-Enn óvíst hvar hann spilar í vetur
Samkvæmt heimildum Karfan.is verður leikstjórnandi íslenska landsliðsins og Keflavíkur, Hörður Axel Vilhjálmsson með sínum mönnum í grannaslagnum gegn Njarðvík.
Hörður skrifaði undir samning við Keflavík í byrjun sumars með klásúlu um að hann mætti semja við lið að utan ef slíkt kæmi upp. Klásúlan var síðan virkjuð þegar að hann samdi við lið í Grikklandi, en sökum vandræða með þann samning hefur hann verið fastur síðastliðnar vikur með samning við það lið, án þess þó að vera að fara að spila með þeim.