Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Hörður verður með Keflvíkingum í kvöld
Föstudagur 7. október 2016 kl. 13:58

Hörður verður með Keflvíkingum í kvöld

-Enn óvíst hvar hann spilar í vetur

Samkvæmt heimildum Karfan.is verður leikstjórnandi íslenska landsliðsins og Keflavíkur, Hörður Axel Vilhjálmsson með sínum mönnum í grannaslagnum gegn Njarðvík. 

Hörður skrifaði undir samning við Keflavík í byrjun sumars með klásúlu um að hann mætti semja við lið að utan ef slíkt kæmi upp. Klásúlan var síðan virkjuð þegar að hann samdi við lið í Grikklandi, en sökum vandræða með þann samning hefur hann verið fastur síðastliðnar vikur með samning við það lið, án þess þó að vera að fara að spila með þeim.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024