Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Hörður valinn efnilegastur á lokahófi KSÍ
Sunnudagur 2. október 2005 kl. 02:00

Hörður valinn efnilegastur á lokahófi KSÍ

Keflvíkingurinn Hörður Sveinsson var í kvöld kjörinn efnilegasti leikmaður Landsbankadeildarinnar í knattspyrnu á lokahófi KSÍ.

Hörður er vel að þessum titli kominn enda var hann einn af burðarásum í liði Keflavíkur sem lenti í fjórða sæti í Landsbankadeildinni og komst í aðra umferð undankeppni UEFA-bikarsins í sumar.

Hann skoraði 9 mörk í deildinni og alls 14 í 23 leikjum í öllum keppnum. Hann varð m.a. fyrsti íslenski leikmaðurinn til að skora fjögur mörk í Evrópuleik þegar hann skaut Etztella frá Luxemborg í kaf.

Hörður er með þessum verðlaunum fyrsti Keflvíkingurinn sem vinnur önnur af stærstu verðlaunum KSÍ (Efnilegasti Leikmaður og Besti Leikmaður) frá upphafi, en að vísu hampaði Gunnar Oddsson titlinum Besti Leikmaðurinn árið 1994 er hann lék með Leiftri.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024