Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Hörður til reynslu hjá AIK Solna
Föstudagur 21. október 2005 kl. 17:19

Hörður til reynslu hjá AIK Solna

Knattspyrnumaðurinn Hörður Sveinsson heldur á næstunni til æfinga með sænska stórliðinu AIK í Solna. Hörður vakti mikla athygli með frammistöðu sinni í sumar, bæði með Keflavík og U-21 landsliði Íslands og skoraði einmitt 2 mörk í leik gegn Svíþjóð fyrir skemmstu.

Á heimasíðu Kelflavíkur kemur fram að deildinni hafi borist fjölmargar fyrirspurnir um leikmanninn og er ráðgert að hann fari til reynslu hjá fleiri liðum á næstunni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024