Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Hörður Sveinsson á láni til Tromsö
Miðvikudagur 29. ágúst 2007 kl. 12:58

Hörður Sveinsson á láni til Tromsö

Knattspyrnumaðurinn Hörður Sveinsson frá Keflavík hefur gengið til liðs við norska úrvalsdeildarliðið Tromsö á láni frá danska liðnu Silkeborg. Frá þessu er greint á heimasíðu Tromsö.

 

Lánssamningur Harðar er til þriggja mánaða en félögin hafa einnig komist að samningi um kaupverðið á Herði fari svo að Tromsö vilji fá hann endanlega í sínar raðir að loknum lánstímanum.

 

Tromsö er eins og stendur í 8. sæti norsku úrvalsdeildarinnar þegar 18 umferðum er lokið í deildinni.

 

Heimild: www.fotbolti.net

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024