Atnorth
Atnorth

Íþróttir

Hörður skoraði fyrir Silkeborg
Föstudagur 17. febrúar 2006 kl. 14:15

Hörður skoraði fyrir Silkeborg

Keflvíkingurinn Hörður Sveinsson sem er á láni hjá danska félaginu Silkeborgskoraði í gær eina mark liðsins í æfingaleik með liðinu á æfingamóti sem fer fram á Spáni. Silkeborg mætti þar pólskum andstæðingum, Amiga Wronki, og lauk leiknum með 2-1 sigri pólska liðsins.

Þetta kom fram á fotbolti.net, en þar er haft eftir þjálfara Silkeborg, Viggo Jensen, að Hörður hafi staðið sig afar vel með liðinu síðan hann kom og fallið vel að leik liðsins.

fotbolti.net
Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25
Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025