Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Hörður kemur og fer
Fimmtudagur 27. október 2005 kl. 17:14

Hörður kemur og fer

Knattspyrnumaðurinn Hörður Sveinsson, frá Keflavík, er kominn til landsins á nýjan leik eftir stutta dvöl hjá sænska liðinu AIK í Stokkhólmi. Sem stendur er ekki vitað hvað verður í því máli. 

Hörður hefur engu að síður í mörgu að snúast og heldur á laugardag til Noregs í boði knattspyrnuliðsins Brann þar sem hann mun skoða aðstæður og taka þátt í æfingum liðsins.

Fyrir hjá Brann eru  þeir Ólafur Örn Bjarnason og Kristján Örn Sigurðsson.

Hörður hefur vakið verðskuldaða athygli eftir frábæra frammistöðu í Landsbankadeildinni á síðustu leiktíð og með U 21 landsliði Íslands.

VF-mynd/ Jón Björn: Hörður í strangri gæslu gegn Etzella í sumar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024