Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Hörður einnig hárlaus
Miðvikudagur 6. september 2006 kl. 13:25

Hörður einnig hárlaus

Áhrifin af fyrsta bikarmarki Jónas Guðna Sævarssonar fyrir Keflavík hafa nú teigt anga sína alla leiðina í Danaveldi. Hörður Sveinsson, fyrrum leikmaður Keflavíkur og núverandi leikmaður Silkeborg í Danmörku, hafði víst tekið þátt í því að veðja gegn Jónasi um hvort honum tækist að skora í sumar.

Hólmar Örn Rúnarsson, nýjasti Keflvíkingurinn í röðum Silkeborgar, var fenginn til þess að taka upp rakvélina og snoðklippa burt það hár sem Hörður hafði er hann veðjaði á að Jónas myndi ekki skora í sumar. Guðmundur Steinarsson, fyrirliði Keflavíkur, var fyrstur í röðinni til þess að missa hárið en fregnir herma að fleiri aðilar tengdir Keflavík séu að missa hárið af hræðslu við innheimtuaðferðir Jónasar en hann sýnir þar enga miskunn. Fregnir herma að aðstoðarþjálfari Keflavíkurliðsins skuldi Jónasi svo sem eitt stykki bifreið. Það eru ansi mörg hár.

Bikarmark Jónasar er því að koma við kauninn á vel flestum er snúa að knattspyrnunni í Keflavík og hefur Jónas sjaldan eða aldrei verið ánægðari. Neðsta myndin var tekin af Jónasi á æfingu með Keflavíkurliðinu í gær og eins og sjá má þá hefur sólskinsbrosið ekki horfið síðan hann sendi boltann fram hjá Ingvari Kale markverði Víkinga.

 

 

 

 

 

 

 

 


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024