Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Hörður Axel til Spánar
Hörður í leik með Keflvíkingum.
Fimmtudagur 19. september 2013 kl. 13:24

Hörður Axel til Spánar

Körfuboltamaðurinn Hörður Axel Vilhjálmsson hefur samið við spænska úrvalsdeildarliðið CB Valladolid. Hörður lék um tíma með Keflavík en hann stoppaði einnig stutt við í Njarðvík. Í fyrra lék hann í þýsku úrvalsdeildinni með liði Mitteldeutscher þar sem Hörður skoraði um níu stig í leik.

Hörður var samningslaus og hafði verið að leita sér að nýju félagi í sumar. Spænska deildin er af mörgum talin vera sú besta í heimi á eftir bandarísku NBA deildinni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024