Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Hörður Axel genginn til liðs við nýliða Álftaness
Huginn Freyr Þorsteinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Álftaness, býður Hörð Axel velkominn til liðs við nýliða Álftaness. Mynd af Facebook-síðu körfuknattleiksdeidlar Álftaness
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
miðvikudaginn 17. maí 2023 kl. 15:14

Hörður Axel genginn til liðs við nýliða Álftaness

Hörður Axel Vilhjálmsson, sem hætti sem leikmaður og þjálfari hjá Keflavík á dögunum, hefur samið við nýliða Álftaness fyrir komandi tímabil í Subway-deild karla. Þetta kemur fram á Facebook-síðu körfuknattleiksdeildar Álftaness.

Hörður Axel hefur verið fyrirliði Keflvíkinga og einn besti leikstjórnandi deildarinnar undanfarin ár en hann lék með Keflavík frá árinu 2009, að undanskildum nokkrum tímabilum þar sem hann lék á meginlandi Evrópu. Í sextán leikjum með Keflavík á síðasta tímabili skilaði Hörður níu stigum, þremur fráköstum og átta stoðsendingum að meðaltali í leik.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Álftanes er með spennandi framtíðarsýn í uppbyggingu körfuboltans og ég vil taka þátt í henni. Liðið hefur náð ótrúlegum árangri á skömmum tíma og mikill metnaður til að byggja á honum. Ég er að hefja nýjan kafla á mínum körfuboltaferli og finnst áhugavert að taka þeirri áskorun að hefja næsta tímabil í efstu deild hjá liði sem er autt blað þar,“ er haft eftir Herði Axel Vilhjálmssyni, nýjum leikmanni úrvalsdeildariliðs Álftaness, á Facebook-síðu körfuknattleiksdeildarinnar.