Hörður Axel á leið til BC Astana í Kasakstan
Hörður Axel Vilhjálmsson, landsliðsmaður og leikmaður Keflavíkur, hefur samið við PBC Astana í Kasakstan um að leika þar á næsta tímabili. Hörður lék með Keflavík á síðasta tímabili fyrir utan stutt stopp í Belgíu og Ítalíu en hefur nú ákveðið að söðla aftur um og fara í atvinnumennskuna.
Hörður Axel sem er byrjunarliðsmaður í íslenska landsliðinu hefur einnig leikið í Grikklandi, Þýskalandi og á fleiri stöðum. Hann undirbýr sig nú undir Eurobasket með landsliðinu áður en hann hefur að leika í Kasakstan. Hann var með 15,7 stig 6,8 stoðsendingar að meðaltali í leik fyrir Keflavík og því ljóst að um mikla blóðtöku er að ræða fyrir félagið.