Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Hörður Axel á heimleið
Miðvikudagur 27. desember 2017 kl. 09:48

Hörður Axel á heimleið

Körfuboltamaðurinn Hörður Axel Vilhjálmsson er kominn heim en hann hefur fengið sig lausan undan samningi við BC Astana í Kasakstan.
„Stjórn liðsins er í raun valdur þess að þetta er ekki að ganga upp. Þeir taka ákvörðun og fara bak við þjálfara liðsins þegar þeir ráða öðruvísi leikstjórnanada. Þetta var eins og segir þvert á vilja þjálfarans sem vildi ólmur halda mér. Ég get kannski sjálfum mér um kennt eftir að hafa átt þrjá slaka leiki," sagði Hörður Axel.

Þá segir hann einnig að Keflavík sé hann fyrsti kostur og að mikið þurfi að gerast til að hann endi ekki í Keflavík, hann þurfi meira öryggi og stöðugleika og þurfi fyrst og fremst að hugsa um hag fjölskyldu sinnar. Hann er þó ekki tilbúinn að segja alveg skilið við atvinnumennskuna en eins og staðan sé í dag hafi hann engin plön til þess að fara aftur út.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024