Hörður æfir með Start
Hörður Sveinsson knattspyrnukappi frá Keflavík er á leiðinni til norska liðsins Start að því er fram kemur á heimasíðu Morgunblaðsins sem hefur þessar fréttir eftir norskum fjölmiðlum. Start komst í efstu deildina í Noregi nú í haust.
„Ég hef ekki fengið staðfestingu á þessu sjálfur en á von á því í kvöld,“ sagði Hörður Sveinsson í samtali við Víkurfréttir í dag. „Ég á von á símtali í kvöld og þá fara málin vonandi að skýrast,“ sagði Hörður sem heldur til reynslu með Start í Noregi ef allt gengur eftir.
VF-mynd/ úr safni