Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Hörður á heimleið
Hörður Axel í fyrsta leik tímabilsins, gegn Njarðvík
Sunnudagur 20. nóvember 2016 kl. 22:50

Hörður á heimleið

Hörður Axel Vilhjálmsson er á leið heim úr atvinnumennsku en hann hefur undanfarinn mánuð spilað með belgíska liðinu Limburg United. Þetta kemur fram á Facebook síðu Harðar, þar sem hann segir sig og eiginkonu sína hafa fundið fljótlega að þetta væri ekki eitthvað sem þau vildu gera. „Fyrst núna er ég að átta mig á að það eru ýmsir hlutir sem eru stærri en körfubolti,“ segir meðal annars í tilkynningunni.
 
Hörður samdi við Keflavík til fjögurra ára í vor með klásúlu sem gerði honum kleift að fara aftur út í atvinnumennsku ef tækifæri á því kæmi. Má því búast við því að hann spili með Keflvíkingum út tímabilið. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um hve stór fengur það er fyrir Keflavíkurliðið, en Hörður er einn besti körfuknattleiksmaður landsins og byrjunarliðsmaður í landsliðinu.
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024