Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Hópgetraunir Keflvíkinga aftur í gang
Þriðjudagur 1. nóvember 2011 kl. 11:27

Hópgetraunir Keflvíkinga aftur í gang

Nú er Getraunaleikur Keflavíkur að hefjast að nýju en leikurinn fór af stað í fyrra og tókst vel. Í vetur verður getraunastarfið í Félagsheimilinu við Sunnubraut frá kl. 10:30 til 13:00 á laugardögum.

Svona mun leikurinn ganga fyrir sig.

1. Hópleikurinn er öllum opinn sem vilja taka þátt í getraunastarfi Keflavíkur 230. Tveir einstaklingar mynda hvern hóp og gefa honum nafn til aðgreiningar frá öðrum hópum. Þátttökugjald er kr. 5.000,- fyrir hópinn og greiðist í síðasta lagi við skráningu.

2. Hópunum er síðan skipt í riðla þannig að aldrei séu færri en 8 hópar í hverjum riðli og aldrei fleiri en 12.

3. Hópurinn sendir inn tvo seðla á þar til gerð blöð sem Keflavíkur-getraunir láta í té, þessir tveir seðlar skulu hvor um sig innihalda 7 leiki með einu merki og 6 leiki með tvítryggingu.

4. Raðirnar skulu vera komnar til Keflavíkur-getrauna fyrir lokun sölukerfis Íslenskra getrauna. Tekið er á móti röðunum á laugardögum í Félagsheimilinu við Sunnubraut frá kl. 10:30 til 13:00. Einnig er hægt að senda raðirnar á netfangið [email protected] eða hringja á laugardögum í síma 421-3044.

5. Riðlakeppnin stendur yfir í 15 vikur. Að lokinni riðlakeppni fara tveir efstu hóparnir úr hverjum riðli í tvo úrvalsdeildarriðla þar sem keppt er í fjórar vikur. Efstu liðin úr hvorum riðli keppa síðan til úrslita um sæmdarheitið Getraunameistari Keflavíkur-getrauna. Þau lið sem eru efst í sínum riðli taka með sér tvö stig í úrslitin. Þau lið sem ekki komast í úrvalsdeildarriðlana verður síðan skipt í riðla og keppa í fjórar vikur um "Afturrúðubikarinn".

6. Raðirnar sem hóparnir senda inn fara ekki sjálfkrafa í sölukerfi Íslenskra getrauna, heldur þarf hver hópur að senda þær þangað sérstaklega.

7. Gleymi hópur að senda inn raðir eina vikuna þá gildir lægsta skor vikunnar í þeim riðli sem viðkomandi hópur er í.

8. Þegar spilað er í úrslitum eða lið eru jöfn í riðlakeppninni þá kemst það lið áfram sem hefur fleirri útisigra rétta. Sé enn jafnt þegar útisigrar eru taldir þá gilda jafnteflisleikir. Sé enn jafn þegar þeir leikir eru skoðaðir þá er varpað hlutkesti.

Mynd: Spekingarnir voru mættir upp á Sunnubraut síðastliðinn laugardag. Þar var boðið upp á kaffi og meðlæti og svo var að sjálfsögðu enski boltinn í þráðbeinni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024