Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Hópbílabikar karla: Undanúrslit í kvöld
Föstudagur 19. nóvember 2004 kl. 14:24

Hópbílabikar karla: Undanúrslit í kvöld

Undanúrslitaleikir Hópbílabikars karla fara fram í Laugardalshöll í kvöld. Úrslitaleikurinn verður svo háður á morgun.

Grindavík-Snæfell

Í fyrri undanúrslitaleiknum, sem hefst kl. 18.30, mætast Grindavík og Snæfell.  Liðin áttust við í Intersport-deildinni fyrir skemmstu og báru þeir fyrrnefndu sigur úr býtum í hörkuleik.  Það gildir þó einu þegar út í bikarleiki er komið segir Kristinn Friðriksson, þjálfari Grindavíkur.

„Þetta eru allt sterk lið sem eru í undanúrslitunum og þau hafa öll mikinn sigurvilja. Það verður dagsform liðanna sem á eftir að ráða úrslitum.” Grindvíkingar urðu fyrir áfalli í vikunni þar sem Justin Miller, miðherji liðsins, hélt heim til Bandaríkjanna og verður róður þeira þyngri fyrir vikið. Engum blöðum er þó að fletta um að þeir hafa breiðan hóp og spræka leikmenn sem geta fyllt í skarðið.

Njarðvík-Keflavík

Seinni undanúrslitaleikurinn hefst klukkan 20.30 á morgun mætast erkifjendurnir Keflavík og Njarðvík. Hver einasta viðureign þessarra liða einkennist af mikilli baráttu þar sem ekkert er gefið eftir. Leikmenn og stuðningslið þeirra vita fátt sárara en að tapa í þessum uppgjörum. „Leikir milli Keflavíkur og Njarðvíkur eru alltaf eftirminnilegir,” segir Sigurður Ingimundarson hjá Keflavík og segir sína menn hlakka til grannaslagsins.  Hann gefur lítið fyrir vanga-veltur um hvort álagið á hans menn sé of mikið, en þeir gætu þurft að spila þrjá stórleiki á jafnmörgum dögum komist þeir í úrslit. „Þetta er bara gaman. Þetta er það sem körfubolti snýst um.”

Einar Árni, þjálfari Njarðvíkur,  saagðist viss um að Keflvíkingar mæti tilbúnir til leiks þrátt fyrir stórleikinn í gær. „Annars reikna ég með að viðureignin verði einn skemmtilegasti leikur vetrarins. Liðin tvö hafa leikið mjög vel að undanförnu og þetta verður hörkuleikur eins og alltaf.“

Allir körfuknatleiksunnendur eru hvattir til að mæta og stuðja sína menn

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024