Holtaskóli vann Skólahreysti þriðja árið í röð
Holtaskóli sigraði þriðja árið í röð í Skólahreysti en úrslitin fóru fram í Laugardalshöllinni í kvöld. Holtaskóli hlaut 53 stig og stóðu nemendur skólans sig frábærlega í harðri keppni í kvöld.
Myllubakkaskóli keppti einnig í úrslitum og stóð sig vel. Skólinn endaði í 5. sæti.
Úrslitin voru sýnd í beinni útsendingu á RÚV í kvöld.
Fréttamenn frá VF voru í Höllinni í kvöld og við munum segja nánar frá Skólahreysti hér á vf.is.
-