Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Holtaskóli sigraði í Skólahreysti í fjórða sinn - Myndir
Miðvikudagur 22. apríl 2015 kl. 21:30

Holtaskóli sigraði í Skólahreysti í fjórða sinn - Myndir

Holtaskóli sigraði í Skólahreysti í fjórða sinn á síðustu fimm árum en grunnskólar úr Keflavík hafa sigrað síðustu sex árin en Heiðarskóli sem varð í 4. sæti að þessu sinni á tvo titla. Holtaskóli fékk 58 stig og tryggði sér sigurinn með frábærri frammistöðu í úrslitunum sem voru í beinni útsendingu á RÚV.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Lið Heiðarskóla og Holtaskóla að ganga inn á völlinn.

 

Arnór Sveinsson tók þátt í upphífingum og dýfum fyrir Heiðarskóla en Hafþór Logi Bjarnason fyrir Holtaskóla.


Keppendur hvöttu hvor annað áfram.

 

Þær Katla Björk Ketilsdóttir og Elma Rósný Arnarsdóttir tóku þátt í armbeygum og hreystigreip.

 

Katla sigraði armbeygjukeppnina en hún gerði 54 armbeygjur.


Þóranna Kika keppti fyrir Holtaskóla í hraðaþrautinni.

Kamilla Sól Viktorsdóttir kom inn sem varamaður eftir að Katla Rún, aðalmaður snéri sig á ökkla og gat ekki keppt. En það kom ekki að sök því að Heiðarskóli vann hraðaþrautina með yfirburðum á tímanum 2:06 og aðeins sekúndu frá Íslandsmeti.

Eggert Gunnarson og Arnór Breki Atlason tóku svo við af stelpunum í hraðaþrautinni.
 

 

 

Holtaskóli endaði uppi sem sigurvegari og fagnaði með nemendum skólans og þjálfurum liðsins.