Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Holtaskóli sigraði á Skólaleikunum 2013
Föstudagur 3. maí 2013 kl. 10:50

Holtaskóli sigraði á Skólaleikunum 2013

Sigruðu fjölbreytta íþróttakeppni fyrir nemendur í 5.-7. bekk

Það  er ekki nóg með það að Holtaskóli hafi sigrað Skólahreysti í gær, heldur sigraði skólinn einnig Skólaleika Keflavíkur þar sem skólarnir í Keflavíkurhverfi etja kappi. Um er að ræða fjölbreytta íþróttakeppni fyrir nemendur í 5.-7. bekk. Þrír skólar taka þátt í leikunum en þeir eru: Holtaskóli, Heiðarskóli og Myllubakkaskóli. Að þessu sinni fóru leikar þannig að lið Holtaskóla sigraði á sannfærandi hátt og lið Heiðarskóla hlaut stuðningsverðlaunin.

Myndasafn frá keppninni má sjá hér.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Holtaskóli fagnar sigri.

Bestu stuðningsmennirnir komu úr Heiðarskóla.