Holtaskóli og Stóru-Vogaskóli í úrslitum Skólahreysti
- Keppnin í beinni útsendingu á RÚV
Holtaskóli og Stóru-Vogaskóli verða meðal þeirra tólf skóla sem taka þátt í úrslitum í Skólahreysti í kvöld. Keppnin fer fram í Laugardalshöll og verður sýnd í beinni útsendingu á RÚV. Eins og alltaf má búast við gríðarlega spennandi keppni. Undanfarin sex ár hefur Holtaskóli sigrað fimm sinnum í keppninni. Lið Stóru-Vogaskóla lenti í þriðja sæti í fyrra.
Hér má lesa viðtal við lið og þjálfara Holtaskóla og Stóru-Vogaskóla eftir árangurinn góða í fyrra.