HSS sumarstörf 14-21 mars
HSS sumarstörf 14-21 mars

Íþróttir

Holtaskóli í úrslit í Skólahreysti
Fimmtudagur 23. mars 2017 kl. 11:15

Holtaskóli í úrslit í Skólahreysti

Stóru-Vogskóli í öðru sæti

Alls 17 skólar úr Hafnarfirði og af Reykjanesi öttu kappi í Skólahreysti í íþróttahúsinu við Sunnubraut í Keflavík í gær. Það var lið Holtaskóla sem sigraði riðilinn og er því kominn með keppnisrétt í úrslitum í Skólahreysti sem fara fram þann 26.apríl. Gríðarleg stemning var að vanda og spennan mikil.

Lið Stóru-Vogaskóla hafnaði í öðru sæti og á því enn möguleika á því að ná í úrslit, en aðeins fjórum stigum munaði á tveimur efstu liðunum. Heiðarskóli hafnaði í þriðja sæti á meðan Njarðvíkurskóli varð í því fimmta.

Public deli
Public deli

Holtaskóli fór með sigur af hólmi í úrslitunum í Laugardalshöll í fyrra, það var fimmti sigur Holtaskóla í Skólahreysti á síðustu sex árum en skólar af Suðurnesjum hafa nú unnið sjö keppnir í röð. Stóru-Vogaskóli hafnaði þá einmitt í öðru sæti í úrslitum.