Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Holtaskóli bestur í undanriðli í TM höllinni og flaug í úrslitin
Flott Holtaskólastelpa fagnaði sigri síns skóla. VF-myndir/pket og pállorri.
Fimmtudagur 19. mars 2015 kl. 19:05

Holtaskóli bestur í undanriðli í TM höllinni og flaug í úrslitin

Heiðarskóli í 2. sæti og fer líklega í úrslit.

Holtaskóli sigraði í 9. riðli í Skólahreysti sem fram fór í TM höllinni í dag og tryggði sér þannig inn í úrslitakvöldið sem fram fer 22. apríl. Heiðarskóli varð í 2. sæti og nær að öllum líkindum einnig inn í úrslitakvöldið þar sem tólf skólar keppa.

Holtaskóli sem hefur þrívegis sigrað í keppninni fékk 81,50 stig. Heiðarskóli sem tvívegis hefur sigrað í Skólahreysti, m.a. í fyrra, varð annar og fékk  71,50. Þriðji varð Garðaskóli og Akurskóli varð í 4. sæti. Þrír skólar úr Reykjanesbæ voru því í fjórum efstu sætunum.
Í einstökum greinum var Garðaskóli í Garðabæ efstur í upphýfingum og dýfum en Akurskóli og Holtaskóli efstir og jafnir í armbeygjum. Holtaskóli varð svo bestur í hreystigreip og Heiðarskóli vann hraðaþrautina.

Holtaskólaliðið og fylgjendur fagna góðum sigri og öruggu sæti í úrslitum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Lið Heiðarskóla og Holtaskóla í verðlaunaafhendingunni.


 

Skrautlegasti stuðningsmaðurinn kom úr Akurskóla, þessi sæta norn.

Landsbankastjórar úr Reykjanesbæ, Berglind Hauksdóttir, aðstoðar útibússtjóri og Einar Hannesson útibússtjóri.