Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Hólmar tekur við Víði
Hólmar með Keflvíkingum í sumar. Vf-mynd/pket.
Þriðjudagur 25. september 2018 kl. 14:02

Hólmar tekur við Víði

Hólmar Örn Rúnarsson, einn leikreyndasti leikmaður Keflavíkur hefur tekið við þjálfun Víðis í Garði en liðið leikur í 2. deild.

Hólmar Örn hefur verið einn af burðarásum Keflvíkinga sl. tvö ár en hann er orðinn 37 ára. Hann hefur leikið fyrir 300 leiki í efstu deild, bikar og Evrópukeppnum með Keflavík og FH en hann varð Íslandsmeistari með Hafnfirðiningunum árið 2012.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hólmar Örn er íþróttafræðingur og hefur undanfarin ár starfað sem íþróttakennari við Grunnskóla Sandgerðis. Hann tekur við af þeim Guðjóni Árna Antoníussyni og Sigurði Elíassyni sem óskuðu eftir því að stíga til hliðar sem þjálfarar Víðis að aflokinni keppnistíð.