Hólmar skoraði en Silkeborg féll
Silkeborg er fallið úr dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eftir 1-1 jafntefli gegn Nordsjælland í gær. Hólmar Örn Rúnarsson, knattspyrnumaður frá Keflavík gerði fyrsta mark leiksins fyrir Silkeborg með góðu skoti á 9. mínútu leiksins.
Nordsjælland jafnaði metin skömmu síðar og þar við sat. Hörður Sveinsson og Bjarni Ólafur Eiríksson komu ekki við sögu í leiknum í gær.
Enn er tveimur umferðum ólokið í dönsku úrvalsdeildinni en þó er það víst að Silkeborg fellur í ár.