Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Hólmar Örn skoraði sigurmarkið gegn Fylki - Gummi Steinars með á ný
Fimmtudagur 23. júlí 2009 kl. 22:08

Hólmar Örn skoraði sigurmarkið gegn Fylki - Gummi Steinars með á ný

Keflavík vann mikilvægan sigur á Fylki í toppslag Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í kvöld, 1-0.


Hólmar Örn Rúnarsson skoraði eina mark leiksins, úr vítateig, eftir að markvörður Fylkis hafði varið skot Guðmundar Steinarssonar, sem lék sinn fyrsta leik með Keflavík í sumar eftir að hafa verið hjá Vaduz í Lichtenstein í vetur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Keflavík er sem fyrr í fimmta sæti, en þeir eru jafnir Stjörnunni og Fylki í þriðja og fjórða sæti að stigum en með lakara markahlutfall. Eitt stig er svo upp í KR í öðru sæti, en FH-ingar eru enn með öryggt forskot á toppi deildarinnar.


Staðan


VF-mynd úr safni - Hólmar skoraði í kvöld eftir góðan undirbúning frá Guðmundi Steinarssyni