Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Hólmar Örn og Hörður Sveins frá Keflavík
Miðvikudagur 3. nóvember 2010 kl. 16:31

Hólmar Örn og Hörður Sveins frá Keflavík


,,Þeir sýndu mér mikinn áhuga og þetta er flottur klúbbur. Mér líst vel á þetta, þeir eru með flott lið fyrir og þetta lítur allt vel út hjá þeim," sagði Hólmar Örn Rúnarsson við Fótbolta.net í dag en hann hefur ákveðið að ganga í raðir FH.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

,,Það voru einhverjir klúbbar búnir að hafa samband og ég þurfti að liggja svolítið lengi undir feld og skoða þetta svolítið vel. Þetta varð niðurstaðan og ég er ánægður með hana," sagði Hólmar sem stefnir á að vinna titla með FH næsta sumar.

,,Maður stefnir að sjálfsögðu á það eins og maður gerði líka hjá Keflavík. FH hefur verið að berjast um titla og vinna titla undanfarin ár og það verður markmiðið áfram þar."

Hólmar Örn hefur einungis leikið með Keflavík hér á landi og hann segir erfitt að yfirgefa uppeldisfélagið.

,,Að sjálfsögðu var það mjög erfitt en ég taldi þetta vera réttan tímapunkt til að breyta til og fá nýjar áskoranir."

Þrátt fyrir að hafa ákveðið að semja við FH þá er ekki loku fyrir það skotið að Hólmar fari út í atvinnumennsku.

,,Það er inni í myndinni áfram og verður inni í myndinni næstu 2-3 mánuði. Ef eitthvað spennandi kemur upp á þá verður það skoðað," sagði Hólmar sem er ekki búinn að útiloka atvinnumannadrauminn.

,,Ég er ekki alveg búinn að gefa hann upp á bátinn. Maður er á síðasta séns og það verður gaman að sjá hvort eitthvað gerist."

Hólmar var fyrirliði Keflavíkur þar til á síðasta tímabili þegar Haraldur Guðmundsson tók við fyrirliðabandinu. Hólmar átti að flestra mati ekki gott fótboltasumar en hann hefur verið einn af lykilmönnum liðsins undanfarin ár. Hólmar var reyndar ekki einn um að hafa ekki náð sínu besta í sumar. Fleiri lykilmenn í Keflavík þóttu hafa brugðist. Nýlega var greint frá því að framherjinn Hörður Sveinsson hafi gert samning við Valsmenn en hann er annað dæmi um brostnar vonir í sumar. Eftir góða frammistöðu í vetrar- og vorleikjum gekk ekkert né  rak hjá framherjanum og svo lenti hann í tímabundnum meiðslum ofan í kaupið.

Margir telja að nú sé tími fyrir Keflvíkinga að gefa ungum og efnilegum leikmönnum tækifæri. Nokkrir þeirra fengu tækifæri í lok sumars og sýndu að þeir eiga það skilið.