Hólmar hetja Keflavíkur
Hólmar Örn Rúnarsson gerði eina mark leiksins er Keflvíkingar sigruðu Fylki í Árbænum 0-1 í Landsbankadeildinni. Markið gerði Hólmar á 77. mínútu leiksins en heimamönnum tókst ekki að jafna leikinn. Með sigrinum náðu Keflvíkingar að saxa á forskot ÍA en liðin berjast hart um 3. sæti Landsbankadeildarinnar.
Nánar um leikinn síðar í kvöld...