Hola í höggi á Bergvíkinni
Agnar Mar Gunnarsson sló draumahöggið síðasta miðvikudag þegar hann lék golf á Hólmsvelli í Leiru.
Fyrsta umferð Geysisdeildarinnar, liðakeppni sem haldin er hjá Golfklúbbi Suðurnesja, fór fram á miðvikudag. Agnar keppti þar í tvímenningi og sló hið fullkomna högg á þriðju braut Leirunnar, Bergvíkinni. Hann notaði 5-járn og sló boltann sem sveif í fallegum sveig í átt að pinna. Af teig var ekki hægt að sjá boltann detta í holuna en höggið var gott, á því var enginn vafi. Það var svo ekki fyrr en á flötina var komið að allur sannleikurinn kom í ljós, boltinn lá í holunni.
Það þarf ekki að taka fram að Agnar vann holuna (og einnig leikinn) en haft var á orði að þarna hafi hann farið illa með forgjöfina sem hann átti á andstæðing sinn á þessari holu.
Blaðamaður Víkurfrétta var í sama holli og varð vitni að högginu góða honum þótti því tilvalið að fá Agga til að svara nokkrum laufléttum spurningum í Netspjalli við Víkurfréttir.
Hávær kennarasleikja með brennandi áhuga á íþróttum
– Agnar er gegnheill Njarðvíkingur og körfuboltaþjálfari, það fyrsta sem hann myndi sýna gestum utan af landi á Reykjanesi væri Ljónagryfjan.
– Nafn:
Agnar Mar Gunnarsson.
– Árgangur:
1982.
– Fjölskylduhagir:
Giftur og þrjú börn.
– Búseta:
Njarðvík City.
– Hverra manna ertu og hvar upp alin:
Hulda Örlygsdóttir og Elvar Gottskálksson ólu mig upp hér í Reykjanesbæ en ég er sonur Huldu og Gunnars Maríussonar.
– Starf/nám:
Hef unnið hjá Reykjanesbæ í 25 ár og við þjálfun körfubolta í 22 ár.
– Hvað er í deiglunni?
Sumarfrí og golf.
– Hvernig nemandi varstu í grunnskóla?
Rólegur nemandi, kennarasleikja.
– Hvernig voru framhaldsskólaárin?
Þægileg og skemmtileg.
– Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór?
Kokkur.
– Hver var fyrsti bíllinn þinn?
Volkswagen Jetta.
– Hvernig bíl ertu á í dag?
Landcruiser.
– Hver er draumabíllinn?
Nýr Landcruiser.
– Hvert var uppáhaldsleikfangið þitt þegar þú varst krakki?
Körfubolti/fótbolti.
– Besti ilmur sem þú finnur:
Íslenska loftið.
– Hvernig slakarðu á?
Ligg upp’í sófa.
– Hver var uppáhaldstónlistin þín þegar þú varst u.þ.b. sautján ára?
Queen.
– Uppáhaldstónlistartímabil?
1970–1980.
– Hvaða tónlist fær þig til að sperra eyrun þessa dagana?
Róleg tónlist (er gömul sál).
– Hvers konar tónlist var hlustað á á þínu heimili?
Alls kyns tónlist.
– Leikurðu á hljóðfæri?
Nei.
– Horfirðu mikið á sjónvarp og hvernig?
Reyni að horfa á kvöldin þegar maður hefur tíma, þá aðallega íþróttir en dett stundum í góðar seríur og kvikmyndir.
– Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu?
Beinar útsendingar, íþróttir.
– Besta kvikmyndin:
Shawshank Redemption.
– Hver er uppáhaldsbókin þín og/eða rithöfundur?
Lalli ljósastaur, Þorgrímur Þráins.
– Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heimili?
Drasla til.
– Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu?
Hunangsgljáð, grillið kjúllabringa með sætum kartöflum.
– Hvernig er eggið best?
Brotið (borða ekki egg).
– Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu?
Hvað ég er hávær.
– Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra?
Reyni að láta fólk ekki fara í taugarnar á mér.
– Uppáhaldsmálsháttur eða tilvitnun:
Aukaæfingin skapar meistarann.
– Hver er elsta minningin sem þú átt?
Úfff, man ekki einu sinni hvað ég gerði í gær.
– Orð eða frasi sem þú notar of mikið:
Shaka Baby!
– Ef þú gætir farið til baka í tíma, hvert færirðu?
Landnámsaldar.
– Hver væri titillinn á ævisögu þinni?
Gaurinn sem bjó í íþróttahúsi.
– Þú vaknar einn morgun í líkama frægrar manneskju og þarft að dúsa þar einn dag. Hver værirðu til í að vera og hvað myndirðu gera?
Donald Trump og hoppa ofan af þaki.
– Hvaða þremur persónum vildirðu bjóða í draumakvöldverð?
Michael Jordan, TigerWoods og Maradonna.
– Hvernig hefur þú verið að upplifa árið 2020 hingað til?
Skrýtnir tímar.
– Er bjartsýni fyrir sumrinu?
Ég er mjög bjartsýnn.
– Hvað á að gera í sumar?
Slaka á, ferðast með vinum, golfast.
– Hvert ferðu í sumarfrí?
Ekkert planað eins og er.
– Ef þú fengir gesti utan af landi sem hafa aldrei skoðað sig um á Suðurnesjum. Hvert myndir þú fara með þá fyrst og hvað myndir þú helst vilja sýna þeim?
Myndi alltaf sýna þeim Ljónagryfjuna og svo kannski þennan hring sem allir fara um Reykjanesið.
– Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu ...
... til Víetnam.