Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Högni Madsen til liðs við Þrótt
Högni Madsen.
Miðvikudagur 22. nóvember 2017 kl. 11:54

Högni Madsen til liðs við Þrótt

Færeyingurinn Högni Madsen mun leika með Þrótti Vogum í knattspyrnu á næstu leiktíð. Högni kemur til landsins í janúar en hann getur bæði spilað á miðjunni og sem miðvörður.

Högni, sem er 32 ára, lék síðast með Fram í Inkasso-deildinni og þar á undan með B36 frá Þórshöfn. Hann á að baki þrjá A-landsleiki fyrir Færeyjar en hann hafði leikið allan sinn feril í heimalandinu áður en hann fór í Fram.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í fréttatilkynningu frá félaginu segir að það sé mikil ánægja fyrir knattspyrnudeild Þróttar að fá Högna í liðið fyrir komandi átök.